Wales U21 1 – 0 Ísland U21
1-0 Joseph Low(’28)
Íslenska U21 landsliðið tapaði gegn Wales í undankeppni EM í kvöld en leikið var ytra og var Ísland að tapa sínum fyrsta leik.
Strákarnir höfðu áður unnið Tékka og Litháen í fyrstu tveimur umferðunum en þurftu að sætta sig við núll stig í kvöld.
Wales vann leikinn 1-0 en spilaði manni færri alveg frá 63. mínútu en íslensku leikmennirnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn.
Wales er taplaust í riðlinum eftir sína fjóra leiki og er með átta stig í efsta sætinu.