Það bíða margir spenntir eftir stórleik helgarinnar á Englandi sem hefst nú klukkan 16:30 á Stamford Bridge.
Chelsea vann Tottenham 4-1 í síðustu umferð og fær nú það verkefni að spila við Englandsmeistara Manchester City.
Chelsea er aðeins með 15 stig eftir fyrstu 11 leiki sína en Man City er á toppnum með 27 eftir jafn marga leiki.
Hér má sjá byrjunarliðin í London.
Chelsea: Sanchez, James, Disasi, Thiago Silva, Cucurella, Enzo, Gallagher, Caicedo, Palmer, Sterling, Jackson
Man City: Ederson, Walker, Akanji, Dias, Gvardiol, Rodri, Bernardo, Foden, Doku, Alvarez, Haaland