Arsenal ætlar sér að fá inn miðjumann í janúarglugganum en ljóst er að Thomas Partey verður frá í nokkuð langan tíma.
Partey verður frá út árið hið minnsta og gæti þá verið frá í byrjun næsta árs einnig vegna Afríkukeppninnar.
Því þarf Mikel Arteta að finna nýjan mann í hans stöðu og sá sem hann langar mest að fá er Douglas Luiz hjá Aston Villa.
Luiz hefur lengi verið á óskalista Arsenal og nú ætlar félagið að gera allt til að fá hann í janúar.
Aston Villa hefur þó lítinn áhuga á að selja Luiz og verður því meira en að segja það fyrir Arsenal að fá hann.
🚨🔴⚪️ Arsenal are gonna look again into the midfielders market in January after Thomas injury.
Understand Douglas Luiz remains the fav option in #AFC list since long time, Arsenal love him but ambitious #AVFC want to keep Douglas. Not easy.
🎥 More: https://t.co/gIzF5U3XI7 pic.twitter.com/ueq08pwthB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 9, 2023