Valur hefur ráðið Hauk Pál Sigurðsson til starfa sem aðstoðarþjálfara karlaliðsins. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum.
Leikmannasamningur Hauks við Val var að renna út og skrifar hann undir þriggja ára samning sem aðstoðarþjáfari. Verður hann Arnari Grétarssyni til halds og trausts.
Haukur hefur verið hjá Val síðan 2010 sem leikmaður en tekur við starfi aðstoðarþjálfara af Sigurði Heiðari Höskuldssyni.
Tilkynning Vals
Haukur Páll Sigurðsson hefur skrifað undir samning við Val og verður aðstoðarþjálfari hjà meistaraflokki karla næstu 3 árin.
Hauk Pál þekkjum við vel enda verið leikmaður Vals frá árinu 2010, verið fyrirliði liðsins um àrabil og er leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild frá upphafi. Það er mikil ánægja að njóta krafta hans í nýju hlutverki.
Við bjóðum Hauk Pál velkominn í teymið og hlökkum til samstarfsins!