fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Bruno Fernandes segir frá því hvernig andrúmsloftið var á meðal leikmanna United í gær

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, viðurkenndi eftir tapið gegn FC Kaupmannahöfn í gær að andinn í hópnum væri ekki sem bestur.

United komst 0-2 yfir í gær en leikurinn breyttist við afar umdeilt rautt spjald sem Marcus Rashford fékk seint í fyrri hálfleik og fór FCK að lokum með 4-3 sigur. Enska liðið er á botni síns riðils í Meistaradeildinni eftir úrslitin.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Við hefðum átt að fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Fernandes eftir leik.

„Þetta eru erfiðir tímar og andinn er ekki sem bestur því við lögðum hart að okkur tíu gegn ellefu og ákvarðanir fóru gegn okkur.“

United er nú með bakið upp við vegg í riðli sínum og á eftir að mæta Galatasaray og Bayern Munchen.

„Fyrir leik ætluðum við að vinna síðustu þrjá leiki riðilsins og nú þurfum við að vinna síðustu tvo ef við viljum vera áfram í Meistaradeildinni og spila gegn bestu liðunum,“ sagði Fernandes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Í gær

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu