Ágætis aðsókn var að leikjum Bestu deilda karla og kvenna í sumar. Áhugavert er að skoða áhrif breytts keppnisfyrirkomulags í deildunum og er meðalaðsókn hæst í efri hluta eftir skiptinguna í báðum mótum.
Best sótti leikur sumarsins í Bestu deild karla var Þjóðhátíðarleikurinn í Vestmannaeyjum þar sem mættust ÍBV og Stjarnan, en á þeim leik voru áhorfendur 2.302. Þar á eftir koma leikirnir Víkingur – Breiðablik (1.928) og Breiðablik – Víkingur (1.915), báðir leikir í fyrri hluta deildarinnar. Í efri hlutanum voru best sóttu leikirnir Víkingur – Valur (1.589) og Breiðablik – Víkingur (1.580). Besti sótti leikurinn í neðri hlutanum var leikur Fylkis og Fram (1.666).
Í Bestu deild kvenna var best sótti leikurinn í fyrri hlutanum viðureign Vals og ÍBV (827), en leikur Breiðabliks og Stjörnunnar var ekki langt undan (823). Best sótti leikur sumarsins var síðan leikur Vals og Breiðabliks í efri hlutanum, þar sem mættu 1.173 áhorfendur. Í neðri hlutanum mættu 400 manns á leik Tindastóls og ÍBV og 363 sáu viðureign Selfoss og Tindastóls.
Yfirlit
Besta deild karla
Fyrri hluti 111.331 alls, 843 meðaltal
Neðri hluti 8.654 alls, 577 meðaltal
Efri hluti 13.568 alls, 905 meðaltal
Samanlagt 133.553 alls, 824 meðaltal
Besta deild kvenna
Fyrri hluti 18.619 alls, 207 meðaltal
Neðri hluti 1.230 alls, 205 meðaltal
Efri hluti 3.772 alls, 251 meðaltal
Samanlagt 23.621 alls, 213 meðaltal