Steven Gerrard, Liverpool goðsögn og stjóri Al Ettifaq í Sádi-Arabíu, ætlar að sækja fleiri leikmenn frá Evrópu í vetrarglugganum.
Gerrard fékk til sín þá Jordan Henderson, Moussa Dembele og Demarai Gray í sumar og situr Al Ettifaq í sjöunda sæti sádiarabísku deildarinnar.
Vill enski stjórinn þó gera liðið enn samkeppnishæfara í vetur.
„Til að hughreysta stuðningsmenn okkar get ég sagt að við erum að skoða Evrópumarkaðinn í leit að fleiri leikmönnum,“ segir Gerrard.
„En það er ekki síður mikilvægt að skoða það sem er í kringum okkur einnig til að styrkja liðið.“