Goðsögnin Emma Hayes er að kveðja Chelsea eftir mjög farsælan feril hjá félaginu og mun reyna fyrir sér í landsliðsfótbolta í fyrsta sinn.
Hayes er talin ein sú besta í þjálfarabransanum kvennamegin en hún hefur þjálfað Chelsea frá árinu 2014.
Fyrir það starfaði Hayes fyrir Chicago Red Starfs í Bandaríkjunum og var um tíma aðstoðarþjálfari Arsenal.
Á sínum tíma hjá Chelsea hefur Hayes fagnað sex deildarmeistaratitlum sem og tveimur FA bikurum.
Nú er Hayes að taka að sér nýju starfi en hún verður bráðlega ráðin sem landsliðsþjálfari bandaríska kvennalandsliðsins.
Bandaríska kvennalandsliðið hefur lengi verið eitt allra besta lið heims og má færa rök fyrir því að það sé toppurinn í kvennaknattspyrnunni.