Dortmund 0 – 4 Bayern Munchen
0-1 Dayot Upamecano
0-2 Harry Kane
0-3 Harry Kane
0-4 Harry Kane(víti)
Borussia Dortmund átti ekki roð í Bayern Munchen í stórleik kvöldsins í þýsku Bundesligunni.
Bayern var miklu sterkari aðilinn í þessum leik en Harry Kane skoraði þrennu fyrir gestina í öruggum sigri.
Gestirnir voru í raun aldrei í vandræðum með þá gulklæddu og eru nú tveimur stigum frá toppliði Bayer Leverkusen.
Leroy Sane átti einnig flottan leik fyrir Bayern en hann lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik.