Jeremy Doku er svo sannarlega maður helgarinnar hingað til en hann er leikmaður Englandsmeistara Manchester City.
Doku kom til félagsins í sumar og átti stórkostlegan leik er liðið mætti Bournemouth á heimavelli í dag.
Doku skoraði eitt og lagði upp fjögur mörk í 6-1 heimasigri en heimamenn voru miklu sterkari aðilinn allan leikinn.
Erling Haaland var rólegur að þessu sinni í sókn þeirra bláklæddu og komst ekki á blað.
Everton var ekki langt frá því að sigra Brighton á sama tíma en sjálfsmark frá Ashley Young tryggði gestunum stig undir lok leiks.
Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði fyrir lið Burnley sem tapaði 2-0 heima gegn Crystal Palace. Jóhann Berg var skipt af velli í uppbótartíma.
Brentford vann þá West Ham 3-2 og Sheffield United fagnaði sínum fyrsta sigri eftir vítaspyrnumark í blálokin gegn Wolves.
Manchester City 6 – 1 Brighton
1-0 Jeremy Doku(’30)
2-0 Bernardo Silva(’33)
3-0 Manuel Akanji(’37)
4-0 Phil Foden(’64)
4-1 Luis Sinisterra(’74)
5-1 Bernardo Silva(’84)
6-1 Nathan Ake(’88)
Everton 1 – 1 Brighton
1-0 Vitali Mykolenko(‘7)
1-1 Ashley Young(’84, sjálfsmark)
Brentford 3 – 2 West Ham
1-0 Neal Maupay(’11)
1-1 Mohammed Kudus(’19)
1-2 Jarrod Bowen(’26)
2-2 Konstantinos Mavropanos(’55, sjálfsmark)
3-2 Nathan Collins(’70)
Burnley 0 – 2 Crystal Palace
0-1 Jeffrey Schlipp(’22)
0-2 Tyrick Mitchell(’94)
Sheffield United 2 – 1 Wolves
1-0 Cameron Archer(’72)
1-1 Jean-Ricner Bellegarde(’90)
2-1 Oliver Norwood(‘101, víti)