Yaya Toure hefur sagt upp starfi sínu sem hluti af þjálfarateymi Standard Liege í Belgíu, gerir hann þetta til að komast til Sádí Arabíu.
Yaya verður aðstoðarmaður Roberto Mancini sem tók við þjálfun Sádí Arabíu á dögunum.
Sádarnir eru stórhuga þessa dagana enda stefnir í að þeir haldi Heimsmeistaramótið í fótbolta árið 2034.
Mancini fær ríkulega borgað fyrir starf sitt og Yaya fær væna launahækkun við það að yfirgefa Belgíu.
Yaya og Mancini áttu gott samstarf hjá Manchester City og ákvað Mancini að sækja sinn gamla vin til að hjálpa sér í Sádí.
🚨🇸🇦 Yaya Touré leaves Standard Liége with immediate effect; he joins Roberto Mancini’s coaching staff at Saudi Arabia national team.
Yaya has signed in as new Saudi coach assistent. pic.twitter.com/sR35I5KUgs
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 3, 2023