Eins og flestir vita nú vann Newcastle þægilegan sigur á Manchester United í enska deildabikarnum á miðvikudagskvöld.
Newcastle vann 0-3 sigur en lítið gengur upp hjá United og tapaði liðið með sömu markatölu gegn Manchester City þremur dögum áður.
Þrátt fyrir að vera 3-0 yfir gerði Eddie Howe, stjóri Newcastle, sóknarsinnaðar skiptingar og var hann spurður út í það eftir leik.
„Ég vildi gefa leikmönnum mínútur svo þeir gætu notað þetta eins og æfingu,“ sagði Howe þá.
Þessi ummæli hafa vakið töluverða athygli.
Áttu þau eflaust ekki að koma illa út en enskir fjölmiðlar vekja athygli á því að einhverjir netverjar vilji meina að þau hafi verið niðrandi í garð United.
United mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Newcastle mætir Arsenal.