Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var afar hissa þegar hann frétti af úrslitum í leik Manchester United og Newcastle.
Sjálfur hafði Klopp stýrt Liverpool til sigurs gegn Bournemouth í deildarbikarnum en United fékk skell á sama tíma.
United og Newcastle áttust við á Old Trafford í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í gær. Gestirnir áttu ekki í miklum vandræðum með heimamenn sem hafa verið heillum horfnir undanfarið. Miguel Almiron kom þeim yfir á 28. mínútu og ekki leið langur tími þar til Lewis Hall tvöfaldaði forskotið.
Innsiglaði svo Joe Willock 0-3 sigur þeirra á 60. mínútu og starf Erik ten Hag er í hættu sem gæti útskýrt viðbrögð Klopp.
Viðbrögðin eru hér að neðan.
🚨👀| Jurgen Klopp’s reaction after he found out Manchester United held three at Old Trafford against Newcastle United.
— CentreGoals. (@centregoals) November 1, 2023