Alex Greenwood varnarmaður enska landsliðsins fékk alvarlegt höfuðhögg í landsleik Englands og Belgíu í Þjóðadeild Evrópu í gær.
Þessi öfluga varnarkona meiddist á átjándu mínútu en leikurinn var í pásu í tólf mínútur vegna þess.
Greenwood þurfti að fá súrefni innan vallar og óttuðust margir það versta þegar hún var í grasinu.
Ensk blöð segja í dag að Greenwood sé með fulla meðvitund og líði ágætlega miðað við atvikið.
„Alex Greenwood fékk höfuðhögg, þrír sjúkraþjálfarar á vellinum og ég hef ekki séð hana hreyfa sig. Hef áhyggjur,“ sagði einn netverji í gær.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Le choc hyper violent tête contre tête entre l’Anglaise Alex Greenwood et la Belge Jassina Blom. 🤯 🏴 🇧🇪
— Footeuses (@foo_teuses) October 31, 2023