Manchester United þarf að rífa fram 15 milljónir punda til að reka Erik ten Hag, ljóst er að starf hollenska stjórans er í hættu.
United hefur gengið mjög illa á þessu tímabili og er byrjuð að myndast gríðarleg pressa á Ten Hag í starfinu.
Hann er á sínu öðru tímabili með United en brottrekstur hans yrði sá dýrasti í sögu félagsins.
Hann myndi þó kosta það sama og það kostaði félagið að reka Jose Mourinho árið 2018 þegar hann hafði stýrt liðinu í rúm tvö ár.
Það kostaði United aðeins um 7 milljónir punda að reka David Moyes og Louis van Gaal var ögn dýrari þegar hann var rekinn eða 8,4 milljónir punda.
Ole Gunnar Solskjær sem var svo rekinn til að koma Ten Hag fyrir í starfi kostaði félagið 7,5 milljón punda þegar hann var rekinn úr starfi.