Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa lentu í kröppum dansi gegn Reggiana í ítalska bikarnum í dag.
Um var að ræða leik í 32-liða úrslitum en Genoa er í Serie A á meðan Reggiana er um miðja B-deild.
Muhamed Varela Djamanca kom Reggiana yfir á 37. mínútu en Ridgeciano Haps jafnaði fyrir Genoa snemma í seinni hálfleik.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og því farið í framlengingu.
Albert kom inn af bekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma og á níundu mínútu framlenginar lét hann til sín taka. Þá kom hann Genoa í 2-1. Mark hans má sjá hér.
Meira var ekki skorað og Genoa því komið áfram.
Mark Alberts var það sjötta hjá honum á þessari leitkíð en hann hefur verið frábær fyrir Genoa.