fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Áhugaverður tölur um iðkendur á Íslandi – Golfið nálgast fótboltann hratt

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 17:30

Gareth Bale og Jon Rahm saman á golfvellinum á dögunum / Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú. Þann 1. júlí 2023 voru 24.201 félagsmenn skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið.

Þetta kemur fram í fréttabréfi sem Golfsambandið sendir út frá sér í dag.

Eru iðkendur í golfi nú farnir að nálgast þann fjölda sem iðkar knattspyrnu á Íslandi, rúmlega 28 þúsund iðkendur eru í fótbolta en rúmlega 24 þúsund iðkendur eru í golfi.

Árið 2019 eða fyrir fimm árum voru tæplega 17.900 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins – og hefur þeim fjölgað um tæplega 6.400 á síðustu fimm árum – sem er 35% aukning.

Knattspyrnan og golfið er í sérflokki eins og sjá má í tölum hér að neðan.

Fjölmennustu sérsamböndin eru:

Knattspyrnusamband Íslands (28.400).
Golfsamband Íslands (24.200).
Fimleikasamband Íslands (15.400).
Landssamband Hestamanna (12.500).
Körfuknattleikssamband Íslands (8.700).
Handknattleikssamband Íslands (7.900).
Skotíþróttasamband Íslands (6.200).
Badmintonsamband Íslands (4.800).
Sundsamband Íslands (3.800)
Frjálsíþróttasamband Íslands (3.600)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa