fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Verða 1063 dagar frá síðasta landsleik Gylfa geti hann spilað fyrri leikinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 17:00

Úr síðasta landsleik Gylfa. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn en hann samdi við Lyngby á dögunum, hann hefur spilað einn leik en missti af leik liðsins á mánudag vegna smávægilegra meiðsla.

Gylfi gæti spilað á föstudag í næstu þegar Lúxemborg mætir í heimsókn en afar hæpið er að hann byrji þann leik.

Gylfi spilaði síðast landsleik í nóvember árið 2020 en hann gat svo ekki tekið þátt í verkefnum í byrjun ársins 2021. Hann var síðan frá leiknum í rúm tvö ár vegna ásakanna í Bretlandi, var rannsókn á máli hans felld niður.

Leikurinn sem Gylfi spilað síðast var á Parken í Danmörku þar sem íslenska landsliðið lék undir stjórn Erik Hamren sem hætti skömmu síðar.

Spili Gylfi gegn Lúxemborg verða 1063 dagar á milli landsleikja hjá Gylfa. „Það verður mikilvægt fyrir okkur að hafa hann í kringum liðið. Mig langar að hafa hann með í okkar áætlunum, hvernig við viljum spila og standa okkur. Hann er mikill fótboltaheili og gæti haft mikil áhrif á aðra leikmenn, jafnvel þó hann byrji ekki leikina. Það mun lyfta öllum upp,“ sagði Age Hareide, þjálfari Íslands.

„Hann er góð manneskja og mér líkar mjög vel við hann. Hann er vel metinn á meðal íslenskra leikmanna og það er út af persónuleika hans.“

Gylfi var sem fyrr segir frá vellinum í langan tíma og þótti Hareide það leitt.

„Hann á skilið að vera kominn aftur og vera hluti af íslenska landsliðinu því hann vill það svo mikið sjálfur. Saga hans brýtur næstum í manni hjartað því ást hans á fótbolta og þjóð sinni er svo mikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix
433Sport
Í gær

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga
433Sport
Í gær

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Í gær
Missir af EM