fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

De Gea með alvöru sneið á Onana og United – Birti þessa mynd örfáum mínútum eftir skitu gærdagsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir miðlar telja að David de Gea hafi verið að senda sneið á Manchester United og Andre Onana með því að birta mynd af sér örfáum mínútum eftir slæmt tap liðsins í gær.

Manchester United fór illa að ráði sínu gegn Galatasaray á Old Trafford. Rasmus Hojlund kom þeim yfir á 17. mínútu áður en Wilfried Zaha jafnaði fyrir Gala. Hojlund skoraði svo á ný áður en Tyrkirnir sneru taflinu sér í vil og fóru með óvæntan 2-3 sigur af hólmi.

Andre Onana gerði hræðileg mistök í leiknum sem kostuðu United þar sem Casemiro var rekinn af velli.

Erik ten Hag ákvað í sumar að henda De Gea burt og sækja Onana í markið.

Getty Images

Örfáum mínútum eftir mistök Onana í gær birti De Gea mynd af sér með vinum sínum þar sem þeir brostu sínu breiðasta.

Markvörðurinn hefur vafalítið fylgst með úrslitum leiksins þar sem hann er enn atvinnulaus eftir að United lét hann fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix
433Sport
Í gær

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga
433Sport
Í gær

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Í gær
Missir af EM