Lionel Messi hreppti í gær Ballon d’Or verðlaunin eftirsóttu í áttunda skiptið. Eftir athöfnina í París í gær átti hann heldur furðuleg samskipti við Twitch-stjörnuna Ibai sem tók viðtal við hann í gegnum streymi.
Ibai hefur áður tekið viðtöl við Messi en Argentínumaðurinn var ekki sáttur með að Ibai hafi sýnt almenningi skilaboð þeirra á milli í streymi sínu á dögunum.
„Ibai, ég er reiður út í þig. Þú getur ekki sýnt almenningi skilaboðin okkar svona. Þú virðir ekkert einkalíf,“ sagði Messi, en ljóst var að þetta var allt saman á léttu nótunum.
„Leo, ég blörraði skilaboðin,“ sagði Ibai.
„Þú sýndir skilaboðin kannski ekki en þú sagðir frá því sem ég sagði við þig. Næst svara ég ekki,“ sagði Messi þá og brosti.
Ibai tók til máls á ný. „Hvernig var nú að vinna Ballon d’Or í áttunda skiptið?“
„Ný ertu að breyta um umræðuefni tíkarsonur,“ sagði Messi þá glettinn.
el momento en el que me llama hijo de puta y luego nos ponemos a hablar como si fuera una entrevista seria qué ha sido pic.twitter.com/fvGKcNYKwH
— Ibai (@IbaiLlanos) October 30, 2023