Chris Sutton fyrrum leikmaður Chelsea segir stærsta vandamál Manchester United vera að liðinu vanti alvöru íþróttamenn.
Krísa er hjá Manchester United en félagið hefur tapað fimm af fyrstu tíu deildarleikjum.
„Þeir eru með leikmenn sem geta ekki hlaupið eða hlaupa hreinlega ekki. Það er stóra vandamálið,“ segir Sutton.
United fékk skell gegn nágrönnum sínum í Manchester City á sunnudag og er starf Erik ten Hag sagt í hættu.
„Ef þessir leikmenn væru aðs pila fyrir Guardiola, Klopp eða Postecoglou þá væru þeir ekki í liðinu.“
„Ef þú hleypur ekki, þá spilar þú ekki. Þetta eru grunngildi fótboltans, þetta er á ábyrð Ten Hag þegar hann hefur stýrt liðinu svona lengi.“