Það gengur lítið upp hjá Marcus Rashford, leikmanni Manchester United, þessa dagana.
Rashford átti frábært síðasta tímabil en hefur lítið getað á þessu, ekki frekar en United.
United tapaði sannfæranddi um helgina gegn Manchester City, 0-3.
Mirror segir að eftir leikinn hafi Rashford farið á djammið og verið allavega til miðnættis.
Ljóst er að þetta fer ekki vel í stuðningsmenn United sem hafa án efa litla þolinmæði fyrir slíku þessi misserin.