Það er fátt sem virðist geta komið í veg fyrir það að Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fari ekki fram í Sádí Arabíu árið 2034.
Ástæðan er sú að Ástralía sem hafði ætlað að gera tilboð í mótið er hætt við þátttöku.
Sádarnir eiga sér þann draum að halda mótið og höfðu stefnt á 2030 en þá verður mótið á Spáni og í Marokkó.
Mótið 2034 virðist hins vegar á leið til Sáda sem hafa sett mikla fjármuni í fótboltann hjá sér síðustu árin.
Mótið hjá nágrönnum þeirra í Katar á síðasta ári heppnaðist afar vel og vilja þeir gera enn betur, fái þeir mótið til sín.