Ummæli Gary Neville um miðsvæði Liverpool og Manchester United fyrir tímabil eldast vægast sagt illa.
Það er allt í hers höndum hjá United og tapaði liðið í gær 0-3 gegn nágrönnum sínum í Manchester City.
Í kjölfar þess rifjuðu enskir miðlar upp ummæli Neville frá því í sumar upp en þar ræðir hann miðsvæði United og Liverpool og ber leikmennina þar saman.
„Þegar þú skoðar leikmennina, Fernandes, Mount, Casemiro, Eriksen. Ég held að Jurgen Klopp myndi skipta út miðju sinni fyrir miðju United,“ sagði Neville fyrir tímabil.
Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai, Ryan Gravenberch og Wataru Endo komu til Liverpool fyrir tímabil en á sama tíma hafa miðjumenn United, Fernandes, Mount, Casemiro, Eriksen, átt ansi erfitt uppdráttar eins og liðið allt.