Dale Houghton, 31 árs stuðningsmaður Sheffield Wednesday mætti fyrir dómara í gær. Hann var handtekinn eftir Sheffield og Sunderland á laugardag fyrir að hæðast að stuðningsmönnum Sunderland með því að veifa mynd af Bradley Lowery á síma sínum á vellinum.
Houghton mætti fyrir dómara í gær og sagðist hafa misst vinnuna vegna málsins. Sagðist hann hafa fengið sér mikið af kókaíni fyrir leikinn og kenndi því um hegðun síuna.
Bradley var mikill stuðningsmaður Sunderland en hann lést úr krabbameini 2017, aðeins sex ára gamall.
Hann vann sig inn í hug og hjörtu heimsins með baráttu sinni við krabbameinið og átti einstakt vinasamband við Jermaine Defoe, þá leikmann Sunderland. Þá hjálpaði Bradley til við að safna meira en milljón punda í góðgerðamál.
Móðir Bradley ræddi við fjölmiðla og þakkar hún Wednesay fyrir viðbrögð sín. Stuðningsmannahópur kvennaliðsins hefur til að mynda sett af stað söfnun fyrir góðgerðasjóð sem er í nafni Bradley.