Luis Diaz er ekki með Liverpool í dag sem mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.
Diaz er að hugsa um aðra hluti þessa stundina en foreldrum hans var rænt í heimalandinu, Kólumbíu, í gær.
Framherjinn fær því að sjálfsögðu frí í leik dagsins gegn Forest en spilað er á Anfield í Liverpool.
Hér má sjá byrjunarliðin.
Liverpool: Allison, Alexander-Arnold, Van Dijk, Konate, Tsimikas, Gravenberch, Mac Allister, Szoboszlai, Salah, Nunez, Jota.
Nottingham Forest: Turner, Aurier, Boly, Niakhate, Murillo, Aina, Dominguez, Mangala, Sangare, Gibbs-White, Elanga