Lögfræðingar Sandro Tonali nálgast samkomulag við yfirvöld á Ítalíu og er líklegt að hann fái 10 mánaða bann fyrir ólögleg veðmál.
Tonali hafði getað fengið þriggja ára bann en hann hefur unnið náið með yfirvöldum að uppljóstra um málið og fær vægari refsingu vegna þess.
Tonali var keyptur til Newcastle í sumar frá AC Milan þar sem hann var fyrirliði. Samkomulag um bannið er á lokametrunum en Tonali missir af restinni af tímabilinu og Evrópumótinu næsta sumar.
Tonali yrði hins vegar klár aftur í upphafi næsta tímabils en hann veðjaði meðal ananrs á leiki hjá AC Milan sem hann tók þátt í.
Fleiri leikmenn á Ítalíu eru í klandri en vandamálið virðist vera ansi stórt þar í landi.