Juventus hefur áfram augastað á Pierre-Emile Hojbjerg, miðjumanni Tottenham. Ítalski miðillinn Calciomercato segir frá.
Daninn var einnig orðaður við Juventus í sumar og virðist áhugi ítalska félagsins ekki hafa minnkað.
Samningur Hojbjerg við Tottenham rennur ekki út fyrr en eftir næstu leiktíð en Juventus gæti reynt að kaupa leikmanninn strax í janúar.
Hojbjerg kom til Tottenham 2020 frá Southampton.
Takist Juventus ekki að landa Hojbjerg er félagið einnig með augastað á Khephren Thuram hjá Nice.