Manchester City er búið að bæta met granna sinna í Manchester United eftir leik við Brighton sem fór fram í gær.
Leiknum lauk með 2-1 sigri heimaliðsins en Julian Alvarez og Erling Haaland komust á blað fyrir heimamenn.
Man City hefur lengi verið eitt besta ef ekki besta lið Englands og vann deildina á síðustu leiktíð.
Meistararnir hafa nú unnið 21 heimaleik í röð í öllum keppnum sem er met fyrir lið í ensku úrvalsdeildinni.
Man City bætti þar met sem Man United setti árið 2011 og var þá undir stjórn Sir Alex Ferguson.