Matteo Guendouzi, leikmaður Lazio, hefur skotið á sitt fyrrum félag, Arsenal, þar sem hann lék í fjögur ár.
Guendouzi er 24 ára gamall miðjumaður en hann spilar með Lazio á láni og kemur þaðan frá Marseille.
Guendouzi var ekki vinsæll hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal, sem varð til þess að hann samdi endanlega við Marseille í fyrra.
Frakkinn segir að hann hafi aldrei fengið sömu móttökur í London og hann hefur fengið í Frakklandi sem og á Ítalíu.
,,Ástríðan í borginni er í raun ótrúleg,“ sagði Guendouzi í samtali við II Messaggero á Ítalíu.
,,Það var stórkostlega tekið á móti mér hér og í Marseille, það sama má ekki segja um Arsenal. Ég mun borga stuðningsmönnunum til baka og meira en það.“