Arsenal missti af Jude Bellingham á sínum tíma er miðjumaðurinn var enn á mála hjá Birmingham á Englandi.
Þetta fullyrðir the Daily Mail og segir að Arsenal hafi getað fengið þá 14 ára gamlan Bellingham fyrir 500 þúsund pund.
Arsenal íhugaði að borga þann pening fyrir Bellingham en ákvað að lokum að hætta við.
Það voru mistök af hálfu félagsins en Bellingham samdi síðar við Dortmund og svo Real Madrid.
Um er að ræða einn besta miðjumann heims í dag en hann hefur byrjað stórkostlega með sínu nýja félagi á Spáni.