fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

„Það er viðbjóður að festast í þessu“

433
Laugardaginn 21. október 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Kristinn Aron Hjartarson, Kiddi Hjartar, segir nauðsynlegt að aftengja íþróttir og veðmál. Veðmálafíkn sé ein versta fíknin til að glíma við og talar Kiddi þar af reynslu.

Ríkir íþróttamenn að leika sér með peninga

Þetta kom fram í hlaðvarpinu Mín skoðun með Valtý Birni. Þar barst talið að ítalska veðmálahneykslinu sem hefur valdið titringi innan knattspyrnuhreyfingarinnar þar í landi. Þar leiddi rannsókn í ljós að knattspyrnumenn höfðu verið að leggja stund á veðmál í tengslum við knattspyrnuleiki, nokkuð sem þeim er harðbannað að gera jafnvel þó þeir séu ekki sjálfir að keppa. Þar að auki reyndust þeir hafa notast við ólöglegar veðmálasíður.

Fram kom í hlaðvarpinu Mín skoðun að þetta sé alvarlegt mál, en það sé eins alvarlegt að veðmál tíðkist yfir höfuð í knattspyrnu og íþróttum almennt.

Svanhvít Valtýsdóttir, sem eins var meðal gesta í þættinum, sagði veðmálafíkn mikið vandamál í íþróttaheiminum.

„Þetta eru einstaklingar sem eiga allt, allt, alltof mikið af peningum og eru í rauninni að leika sér með peningana sína.·

Þeir leikmenn sem stundi veðmál séu eins slæmar fyrirmyndir og það geti orðið.

Líkaminn gekk eins og klukka

Kiddi Hjartar sagði fíkn sem þessa eitt versta fíkniefnið sem hægt er að ánetjast.

„Þetta heltekur þig. Veðmálafíkn. Ég fór í meðferð út af þessu. Það er viðbjóður að festast í þessu. Líkaminn minn gekk eins og klukka,“ sagði Kiddi og bætti við að hann þurfti að vaka þar til allir leikir voru búnir í Suður-Ameríku og þurfti svo að vakna skömmu síðar til að fylgjast með leikjum í Asíu.

„Veðmál eru viðbjóður“

Fylgifiskar fíknarinnar voru meðal annars þeir að Kiddi leitaði í áfengi til að ná að dreifa huganum frá veðmálum, sem hann líkir við krabbamein.

Hann hafi byrjað að fikta við veðmál en eftir að hann vann í fyrsta sinn háa fjárhæð þá var hann háður og ekki varð eftur snúið. Hann segir þetta raunveruleika margra, það sé þessi fyrsti stóri vinningur sem fólk ánetjast og sé sífellt að reyna að endurskapa.

Verst hafi verið þegar hann var líka að veðja á körfuboltann í NBA-deildinni, því þá hafði hann hreinlega engan tíma til að sofa.

Það þurfi því að koma veðmálum út úr íþróttunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“