James Maddison, leikmaður Tottenham, hikaði ekki við að svara liðsfélaga sínum, Pedro Porro, fullum hálsi á Instagram í gær.
Maddison birti mynd af sér mæta á æfingasvæði Tottenham en margir settu spurningamerki við klæðnað hans.
Porro var á meðal þeirra og ákvað að tjá sig opinberlega: ,,Þetta eru fín náttföt til að sofa í…“ sagði varnarmaðurinn.
Maddison tók eftir þessum ummælum og skaut léttur til baka á Argentínumanninn.
,,Talaðu ensku fíflið þitt,“ sagði Maddison en Porro er enn að læra tungumálið og var orðaval hans ekki upp á tíu.
Um var að ræða gott grín á milli leikmannana en þeir hafa náð mjög vel saman á tímabilinu hingað til.