Stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Chelsea fékk þá Arsenal í heimsókn á Stamford Bridge.
Chelsea spilaði vel framan af í þessum leik og náði 2-0 forystu og leit lengi vel út fyrir að heimamenn myndu ná fram sigri.
Fyrra markið skoraði Cole Palmer af vítapunktinum en Mykhailo Mudryk bætti svo við öðru snemma í seinni hálfleik.
Robert Sanchez, markmaður Chelsea, gerði sig síðar sekann um mjög slæm mistök sem varð til þess að Declan Rice kom boltanum í netið fyrir gestina.
Það var svo Leandro Trossard sem tryggði Arsenal stig eftir frábæra sendingu frá Bukayo Saka.
Leikurinn fjaraði fljótlega út fyrir það en bæði lið reyndu að sækja undir lokin en jafntefli varð niðurstaðan.
Hér má sjá einkunnirnar frá Sky Sports úr leiknum en Cole Palmer var valinn bestu af miðlinum að þessu sinni.
Arsenal: Raya (5); White (7), Saliba (6), Gabriel (6), Zinchenko (6); Rice (7), Odegaard (6), Jorginho (6); Saka (7), Jesus (6), Martinelli (6)
Varamenn: Tomiyasu (6), Smith Rowe (6), Nketiah (6), Trossard (8), Havertz (6)
Chelsea: Sanchez (5), Gusto (5), Silva (6), Colwill (6), Cucurella (6), Gallagher (6), Caicedo (6), Fernandez (7), Mudryk (7), Sterling (8), Palmer (8).
Varamenn: Jackson (6), Madueke (6), James (6)