Leikur Nottingham Forest og Luton í ensku úrvalsdeildinni á morgun er í hættu vegna flóða. Vonir eru þó bundnar við um að leikurinn fari fram.
Það hefur verið mikið um flóð í Nottingham en sem stendur hafa þau ekki haft áhrif á heimavöll Forest.
Leikurinn á að fara fram klukkan 15 á morgun og er enn nokkur bjartsýni á að svo verði.
Mikil rigning á þá að verða á Norð-Vestur England einnig á morgun og er talið að það gæti jafnvel haft áhrif á fjóra leiki: Liverpool – Everton, Manchester City – Brighton, Newcastle – Crystal Palace og Sheffield United – Manchester United.