Pep Guardiola stjóri Manchester City á að vera búinn að segja fólki að Roberto de Zerbi verði arftaki hans hjá Manchester City.
Guardiola hefur mikið álit á De Zerbi sem hefur gert frábæra hluti á rúmu ári hjá Brighton.
„Þetta er næsti stjóri Manchester City,“ á Guardiola að hafa sagt við nokkra leikmenn Brighton. Telegraph segir frá þessu.
Guardiola hefur átt mjög farsælan feril hjá City en hefur reglulega íhugað að láta af störfum og telur að De Zerbi gæti hentað sem eftirmaður.
Guardiola er 52 ára gamall og hefur stýrt City í rúm sjö ár en þar hefur hann raðað inn titlum og vann hina frægu þrennu í vor.