Jadon Sancho kantmaður Manchester United virkar í sínu besta skapi á æfingasvæði félagsins en mynd af honum hefur nú birst þar.
Sancho þarf að æfa einn eða með unglingaliði félagsins og fær ekki að mæta í klefann hjá aðalliðinu.
Sancho er í stríði við Erik ten Hag stjóra liðsins og neitar að biðjast afsökunar á framkomu sinni.
Sancho segir Ten Hag teikna sig upp sem blóraböggul og að það sé ekki sanngjarnt. Kantmaðurinn þarf því að æfa einn.
Sancho og Kobie Mainoo voru að æfa saman og kíktu á leik með U18 ára liði félagsins þar sem myndin af þeim birtist.