Þrátt fyrir sigur á Manchester City um helgina er Gary O´Neill stjóri Wolves líklegri til þess að missa vinnuna sína en Erik ten Hag.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er fjórði líklegasti stjórinn til þess að missa vinnuna eftir tap gegn Crystal Palace.
Ten Hag er á sínu öðru tímabili með United en liðið hefur tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum tímabilsins.
SkyBet er með stuðla um þetta en Vincent Kompeny stjóri Burnley þarf einnig að fara að passa sig eftir ömurlega byrjun liðsins.
Paul Heckingbottom stjóri Sheffield United er líklegastur til þess að missa starfið sitt fyrstur í deildinni.
Líklegastir til að verða reknir:
Paul Heckingbottom 4/11
Sean Dyche 7/1
Gary O’Neil 9/1
Erik ten Hag 12/1
Vincent Kompany 12/1
Andoni Iraola 14/1
Mauricio Pochettino 14/1
Rob Edwards 16/1