Stuðningsmenn Sheffield Wednesday hafa safnað 16 þúsund pundum sem fara í styrktarsjóð, Bradley Lowery. Söfnunin fer ram á GoFundMe.
Stuðningsmenn Sheffield Wednesday skammast sín fyrir hegðun tveggja karlmanna á leik liðsins gegn Sunderland um helgina.
Maður að nafni Dale Houghton, stuðningsmaður Wednesday, var handtekinn eftir leik liðanna á laugardag fyrir að hæðast að stuðningsmönnum Sunderland með því að veifa mynd af Bradley Lowery á síma sínum á vellinum.
Bradley var mikill stuðningsmaður Sunderland en hann lést úr krabbameini 2017, aðeins sex ára gamall.
Hann vann sig inn í hug og hjörtu heimsins með baráttu sinni við krabbameinið og átti einstakt vinasamband við Jermaine Defoe, þá leikmann Sunderland. Þá hjálpaði Bradley til við að safna meira en milljón punda í góðgerðamál.