Nokkrar stjörnur enska landsliðsins fóru á djammið eftir að liðið tryggði sér sæti á EM 2024 með sigri á Ítalíu í byrjun vikunnar. Þar eyddu þeir vel.
Það er breska götublaðið The Sun sem segir frá þessu en menn á borð við James Maddison, Jack Grealish, Trent Alexander-Arnold, Jude Bellingham og Luke Shaw eru á meðal þeirra sem fóru á djammið í London eftir sigurinn.
Voru þeir á VIP svæði á skemmtistað nokkrum í borginni og var þeim svo fylgt aftur á lúxushótelið sitt.
Nú hefur reikningur þeirra á skemmtistaðnum verið opinberaður en hann var upp á um 35 þúsund pund. Það gera um sex milljónir íslenskra króna.
Ljóst er að allir eiga þeir efni á þessu, enda vel stæðir menn.