Jadon Sancho kantmaður Manchester United þarf að fara eftir ströngum reglum nú þegar hann æfir einn hjá félaginu og fær ekki að klæða sig á sama stað og aðrir leikmenn í aðalliðinu.
Sancho hefur í tæpar sjö vikur og æft einn eftir að hafa farið í stríð við Erik ten Hag, stjóra félagsins.
Ten Hag neitar að hleypa Sancho á æfingar fyrr en hann biðst afsökunar, hann neitar að gera það en liðsfélagar hans hafa ráðlagt honum að gera það.
Daily Mail segir frá því að Sancho fái ekki að umgangast aðalliðið, hann þarf að borða einn og æfa einn.
Sancho fær að skipta um föt í klefum hjá unglingaliðum félagsins. Hann er hins vegar einn í klefa og er skipað að læsa klefanum á meðan hann skiptir um föt.
Um er að ræða fyrirskipun svo eldri maður sé ekki að umgangast yngri leikmenn þegar verið er að klæða sig í og úr.