Sancho hefur ekki æft eða spilað með aðalliði United undanfarnar vikur eftir opinbert rifrildi sitt við Erik ten Hag eftir tap gegn Arsenal.
Ten Hag sagðist óánægður með frammistöðu Sancho á æfingum en Englendingurinn ungi svaraði honum fullum hálsi.
Hann fær ekki að snúa aftur til æfinga nema að hann biðjist afsökunar og það vill hann ekki gera, þrátt fyrir að talið sé að liðsfélagar hans hafi hvatt hann til þess.
Hér að neðan má sjá möguleikana sem Mirror tók saman.
Borussia Dortmund
Var þar áður og stóð sig vel. Þýska félagið vill hins vegar að United greiði hluta launa Sancho en hann þénar um 300 þúsund pund á viku.
Sádi-Arabía
Ensk félög hafa verið dugleg að losa launaháa leikmenn þangað og Al Ettifaq hefur sýnt Sancho áhuga.
Newcastle
Eiga peninga og geta boðið Sancho upp á Meistaradeildarbolta og að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Juventus
Ítalska stórliðið er í leit að kantmanni en launin gætu reynst vandamál.
Tottenham
Kantmennirnir Manor Solomon og Ivan Perisic eru meiddir og leitar Tottenham að manni í þá stöðu. Félagið er þá heillandi áfangastaður þessa dagana.
Nottingham Forest
United hefur áður selt og lánað leikmenn til Forest og þá spilaði Sancho undir stjórn Steve Cooper, stjóra Forest, í enska U17 ára landsliðinu.