Folarin Balogun segir að ákvörðunin um að selja hann frá Arsenal í sumar hafi verið félagsins frekar en stjórans Mikel Arteta.
Framherjinn ungi var keyptur til Monaco á um 25 milljónir punda í sumar eftir stórkostlegt tímabil á láni hjá Reims frá Arsenal. Hann átti ekki pláss í liði Arsenal og var seldur til Frakklands.
„Hann sagði í raun ekki mikið. Hann hrósaði mér bara eftir dvölina hjá Reims og hvatti mig til að halda svona áfram,“ segir Balogun um samskipti sín við Arteta í sumar áður en hann svo fór.
„Hann sagði að hann myndi reyna að spila mér eins og hann gæti en hann sagði mér auðvitað að fólk á æðri stigum félagsins myndi skoða hvað væri best fyrir mig að gera. Samtöl okkar voru góð en þetta snerist meira um það sem félagið vildi gera.“