Það er ekki ólíklegt að Age Hareide geri nokkrar breytingar á byrjunarliði Íslands í kvöld frá leiknum á föstudag.
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Lúxemborg á föstudag en mætir slöku liði Liechtenstein í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson verður að öllum líkindum í byrjunarliði Íslands en hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson gæti byrjað en það er þó óvíst, hann hefur spilað þrjá leiki í endurkomu sinni og vill helst fara rólega af stað.
Svona gæti byrjuanrlið Íslands orðið í kvöld ef Gylfi Þór og Aron Einar byrja.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Hjörtur Hermannsson
Sverrir Ingi Ingason
Kolbeinn Birgir Finnsson
Hákon Arnar Haraldsson
Aron Einar Gunnarsson
Arnór Ingvi Traustason
Jón Dagur Þorsteinsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Orri Steinn Óskarsson