Gylfi Þór Sigurðsson getur með tveimur mörkum gegn Liechtenstein í kvöld bætt markamet íslenska karlalandsliðsins. Hann er í byrjunarliði í kvöld.
Gylfi er sem stendur með 25 mörk en Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen deilda sem stendur metinu með 26 mörk hvor.
Liechtenstein er ekki mjög hátt skrifað og ljóst að það er ekki úr vegi fyrir Gylfa að setja tvö mörk í kvöld og bæta markamet íslenska karlalandsliðsins.
Leikurinn er liður í undankeppni EM 2024 og hefst hann klukkan 18:45.