Maður hefur verið handtekinn af lögreglunni í London fyrir að fremja skemmdarverk á heimavelli Tottenham.
Frá þessu greina ýmsir enskir miðlar en maðurinn er ekki nafngreindur en er í haldi lögreglu.
Um er að ræða nýjan heimavöll Tottenham, Tottenhanm Hotspur Stadium, sem var tekinn í notkun fyrir nokkrum árum síðan.
Samkvæmt enskum miðlum mun það kosta Tottenham yfir 100 þúsund pund að koma vellinum aftur í fyrra stand sem er engin smá upphæð.
Völlurinn var opnaður árið 2019 og verður notaður í kvöld er Baltimore Ravens spilar við Tennessee Titans í bandarísku NFL deildinni.