Andy Robertson bakvörður Liverpool gæti orðið frá í einhvern tíma eftir að hafa meiðst í leik með skoska landsliðinu.
Robertson meiddist illa á öxl í fyrri hálfleik og þurfti að fara af velli vegna þess.
Spánn vann góðan sigur í leiknum en Skotar eru komnir inn á Evrópumótið næsta sumar ef Spánn vinnur Noreg á sunnudag.
Robertson virtist þjást mikið þegar hann gekk af velli en bakvörðurinn er 29 ára gamall.
Óvíst er á þessari stundu hvort Robertson verði lengi frá en hann fer í nánari skoðun á öxlinni í dag.