Oliver Holt ritstjóri íþrótta hjá Daily Mail segir það skammarlegt fyrir enska sambandið að styðja ekki við Ísrael og þá sem hafa látið lífið þar í landi síðustu daga.
Hann segir að enska sambandið hafi ekki hikað við að breyta litnum á boganum í kringum völlinn í gegnum árin en nú þori þeir því ekki af ótta við að móðga fólk. Hamas samtökin réðust inn í Ísrael á laugardag og í kjölfarið hófst stríð þar á milli.
„Lýsingin á Wembley-boganum í litum syrgjandi þjóða hefur nýlega verið notuð af knattspyrnusambandinu sem stuðningur við og samstaða með fórnarlömbum árása í Frakklandi, Belgíu, Tyrklandi og Úkraínu,“ segir í grein Oliver Holt..
„Ætlunin með því hefur alltaf verið vel meint, að veita þeim sem þjáðust örlitla hjálp og huggun, þó svo að í auknum mæli virðist sem það hafi til að láta okkur líða vel með okkur sjálf.“
„Það er því rangt og miður að eftir fjöldamorð Hamas-hryðjuverkamanna á meira en eitt þúsund ísraelskum körlum, konum, börnum og ungbörnum í rúmum sínum á laugardag að þá neitar enska að lýsa upp boga Wembley í bláu og hvítu fyrir leik England gegn Ástralíu í kvöld.“
„Af hverju getur enska sambandið ekki sýnt smá hugrekki? Neitun þeirra við að kveikja á Wembley-boganum fyrir Ísrael er skammarleg. Ótti við að móðga einhvern er merki um uppgjöf þegar erfiðleikar eru í gangi.“