fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

„Ætlum að sýna og sanna að þetta hafi bara verið slys“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. október 2023 15:14

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson landsliðsmaður er brattur fyrir komandi leiki Íslands gegn Lúxemborg og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hann telur að um skyldusigra sé að ræða.

Leikurinn gegn Lúxemborg er sá fyrri í þessum landsleikjaglugga en sá seinni er gegn Liechtenstein á mánudag. Ísland þarf nauðsynlega á sex stigum að halda úr þessum leikjum ef liðið ætlar að eiga einhvern möguleika á að fara á EM í gegnum undanriðilinn.

„Það verður gaman að mæta þeim aftur eftir stórslysið úti í Lúxemborg. Við þurfum að undirbúa okkur vel og ná fram einhvers konar hefndum,“ sagði Guðlaugur Victor við 433.is í dag en leikurinn úti í Lúxemborg í síðasta mánuði tapaðist 3-1.

video
play-sharp-fill

„Sá leikur var bara stórslys og nú erum við að spila heima svo við ætlum að sýna og sanna að þetta hafi bara verið slys.“

Íslenska liðið lítur á báða leikina sem framundan eru sem skyldusigra.

„Við sögðum það líka fyrir síðasta glugga og ég er ekkert hræddur við að segja það aftur. Þetta eru skyldusigrar og ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á að komast upp úr riðlinum þurfum við að vinna.“

Ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford að vakna og tölfræðin bakkar hann upp

Rashford að vakna og tölfræðin bakkar hann upp
433Sport
Í gær

Ótrúleg staðreynd um varnarleik Arsenal

Ótrúleg staðreynd um varnarleik Arsenal
433Sport
Í gær

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið
Hide picture