fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

„Ætlum að sýna og sanna að þetta hafi bara verið slys“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. október 2023 15:14

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson landsliðsmaður er brattur fyrir komandi leiki Íslands gegn Lúxemborg og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hann telur að um skyldusigra sé að ræða.

Leikurinn gegn Lúxemborg er sá fyrri í þessum landsleikjaglugga en sá seinni er gegn Liechtenstein á mánudag. Ísland þarf nauðsynlega á sex stigum að halda úr þessum leikjum ef liðið ætlar að eiga einhvern möguleika á að fara á EM í gegnum undanriðilinn.

„Það verður gaman að mæta þeim aftur eftir stórslysið úti í Lúxemborg. Við þurfum að undirbúa okkur vel og ná fram einhvers konar hefndum,“ sagði Guðlaugur Victor við 433.is í dag en leikurinn úti í Lúxemborg í síðasta mánuði tapaðist 3-1.

video
play-sharp-fill

„Sá leikur var bara stórslys og nú erum við að spila heima svo við ætlum að sýna og sanna að þetta hafi bara verið slys.“

Íslenska liðið lítur á báða leikina sem framundan eru sem skyldusigra.

„Við sögðum það líka fyrir síðasta glugga og ég er ekkert hræddur við að segja það aftur. Þetta eru skyldusigrar og ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á að komast upp úr riðlinum þurfum við að vinna.“

Ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina
Hide picture