Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur varað leikmann sinn, Noni Madueke, við eftir að myndband birtist fyrir helgi.
Madueke hefur verið frá síðustu þrjá leiki vegna meiðsla en myndband af honum á djamminu birtist á samskiptamiðla í vikunni.
Pochettino segir að um ekkert stórmál sé að ræða en hvort Madueke spili gegn Fulham á morgun er óljóst.
Leikmaðurinn gæti fengið refsingu frá Argentínumanninum fyrir hegðun sína en Chelsea þarf á öllum sínum leikmönnum að halda þar sem meiðslalisti félagsins er risastór þessa stundina.
,,Ef þú spyrð mig þá er hann að leggja hart að sér og vill ná heilsu. Hann kom til baka úr landsleikjahléi fyrir tíu dögum og er í lagi. Hann þarf að vera á sama stað og restin af liðinu,“ sagði Pochettino.
,,Þetta myndband sem þið talið um, þetta eru hlutir sem þú þarft að sleppa. Allir leikmenn Chelsea vita að þeir þurfi að forðast þetta.“
,,Þetta varð ekkert stórmál að lokum en það á að sleppa þessu. Við sjáum hvort hann verði heill fyrir leikinn.“